top of page
Search
  • Writer's pictureGuðrún Pálína Karlsdóttir

Fæðingin


Þetta gerðist allt svo fljótt. Allt í einu var ég komin inn á skurðstofu og allir tilbúnar að koma þessum litlu lífum í heiminn heil á húfi. Mér fannst keisarinn fljótur og ekkert mál í rauninni. Allt gekk vel og þær voru teknar út í flýti. Það voru svo margir inni á stofunni sem að tóku við þeim. Ég heyrði ekkert í þeim sem var mjög erfitt því að maður sér alltaf í myndum börn gráta fyrst þegar þau koma í heiminn. En þær voru bara svo litlar og óþroskaðar að þær gátu það ekki. Alda gaf frá sér smá svona eins og ný fæddur hvolpur að væla, það var fallegasta hljóð í heimi.

Þegar þær voru báðar komnar út og læknar búnir að skoða þær, var Birta tekin upp á vökudeild í hitakassa en ég fékk ekki að sjá hana strax. Ég fékk aðeins að finna fyrir og sjá Öldu áður en að hún var líka sett í hitakassa og tekin upp á Vökudeild. Sigfús kærasti minn fylgdi þeim upp, á meðan var klárað að sauma mig og komið mér fyrir inn á herbergi til að jafna mig og bíða eftir að deifilyfin hættu að virka.


Fyrstu kynni


Eftir keisara


Mamma mín tók á móti mér inn í herbergi. Hún var hjá mér á meðan ég jafnaði mig því að Sigfús var hjá stelpunum.

Sigfús sendi mér myndir og myndbönd frá stelpunum af vökudeildinni. Þetta var allt svo óraunverulegt. Eftir nokkra tíma fékk ég að fara upp til þeirra. Mér var rúllað upp í rúminu á vökudeildina. Litla Birta okkar var í öndunarvél og barðist fyrir lífinu. Það var enn ekki vitað hvort hún myndi byrja að anda sjálf eða ekki. Alda hins vegar gat andað sjálf en þurfti smá súrefni til að auðvelda fyrir henni. Það var mjög erfitt að sjá þær svona litlar og viðkvæmar.

Það erfiðasta var að geta ekki haldið á þeim, heyra lítið sem ekkert í þeim og ekki vita framhaldið.

Við fórum svo inná á herbergi og strax reynt að koma mjólkinni minni af stað en það er mjög fast í minningunni. Hjúkka kom inn og handpumpaði mig. Það kom smá og það var farið með það til stelpnana á vökudeildinni. Þær fengu blandað mjólk fyrstu nóttina en svo var ég heppin að mjólkina hjá mér fór á fullt eftir að ég fór að pumpa mig og þær fengu hana í gegnum svo kallað sondu frá nefi og ofan í maga.

( Ég mun tala um allt því tengt í öðru bloggi)

Það var erfitt að vera ekki með þær á næturnar en ég vissi að þær væru í góðum höndum.

Birta hetjan okkar gat andað með súrefnisaðstoð eftir minnir mig 3 daga í öndunarvél. Hún var mjög veik en alveg ótrúlega dugleg. Alda hætti á súrefnisaðstoð eftir minnir mig bara 2 daga. Þær voru(Og eru) svo duglegar. Þær héldu áfram að vaxa og dafna. En við vorum á vökudeild í meira en 3 mánuði.


Alda og Birta

Birta og Alda



Ég ætla að stoppa hér en eins og þið líklega flest vitið þá eru þær hraustar og duglegar í dag. Birta er nýlega hætt að þurfa súrefnisaðstoð. Þær verða 9.mánaða 8.ágúst og vaxa og dafna ótrúlega vel. mig langar að tala meira um tíman á vökudeildinni í öðru bloggi en þið getið fylgst með okkur fjölskyldunni á instagram ef þið eruð ekki nú þegar að því.


Takk fyrir að lesa

Þar til næst, farðu vel með þig ❤


1,064 views0 comments

Recent Posts

See All

Kynning

Post: Blog2_Post
bottom of page