top of page
Search
  • Writer's pictureGuðrún Pálína Karlsdóttir

Meðgangan mín- Partur 1

Updated: Mar 5, 2020

Markmið mitt með því að deila minni meðgöngu er að aðrir sem eru eða hafa lent í svipuðu, viti að þau eru ekki ein. Þegar ég var að ganga í gegnum þetta fann ég ekkert um neinn sem hafði lent í svipuðu. Það eru líka margir sem vilja vita hvað gerðist og kannski skilja ekki alveg hvað gerðist hjá mér.


Sameiginleg ákvörðun

Í byrjun 2019 ákváðum ég og kærasti minn að hætta á pillunni. Við vorum bæði til í að eignast barn og ætluðum að leyfa því að gerast án þess að vera að plana hvernig og hvenær það ætti að gerast. Ég fór einu sinni á túr eftir að ég hætti á pillunni, næst þegar ég átti að fara á túr komst ég að því að ég væri ólétt.


Óléttuprófið

Ég átti eitt óléttupróf heima og við ákváðum að prufa taka það. Við áttum alls ekki von á neinu strax en viti menn það var mjög,mjög ljós lína á prófinu. Við trúðum þessu ekki. Þetta var seint um kvöldið og bara 3 búðir opnar. Við fórum í þær allar, það var eitt próf eftir í síðustu búðinni sem við fórum í, alveg týpíst. Ég tók minnir mig 5

eða fleiri próf og öll voru með ljósa línu. Þá ákváðum við að panta tíma hjá kvennsjúkdómalækni til þess að fá það staðfest.



Staðfest ólétta- tvíburar

Ég var komin 6.vikur þegar við fórum í snemma sónarinn. Ég var sem sagt rétt svo komin 5.vikur þegar ég tók óléttuprófið. Í snemma snónarnum fengum við óvæntan glaðning. Við áttum ekki von á einu heldur tveimur börnum. Við trúðum þessu varla en vorum yfir okkur spennt og hamingjusöm. Læknirinn mældi þó ekki með því að deila því strax að þetta væru tvíburara því það gæti breyst svona snemma í ferlinu. Svo að við fengum tíma fyrir 8.vikurnar. Þá fengum við það 100% staðfest að við ættum von á tvíburum. Draumurinn minn rættist í fyrstu tilraun!!




12.vikur- óléttan varð opinber

Nokkrum dögum eftir að við vissum að við værum ólétt sögðum við foreldrum okkar og nánustu vinum en þegar ég var komin 12.vikur ákváðum við að deila því með heiminum að ættum von á yndislegum tvíburum 28.janúar, 2020. Þetta var yndislegt og allir svo spenntir. Við vorum á bleiku skýi. Allt var fullkomið.



14.vikur- fréttir sem við áttum aldrei von á

Einn daginn þegar ég var aðeins komin 14.vikur fann ég einhvað leka í nærbuxurnar. Ég hélt að eg hafi kannski aðeins pissað á mig, en svo var ekki. Ég fann að það var að dropa smá ú leggöngunum. Ég hringdi í kærasta minn sem var þá að vinna og bað hann um að koma heim svo við gætum farið saman á ljósmæðravaktina til þess að gá hvað þetta gæti verið. Ljósmóðir tók á móti okkur og hún kíkti á krílin sem að voru í fínu lagi. Hún tók stroku próf úr leggöngunum til þess að gá hvort að þetta væri legvatn að leka. Prófið var jákvætt og ljósmóðirinn vildi að við færum á Landspítalan til þess að vera viss hvað væri í gangi. Við keyrðum beint í bæinn. Við vissum ekkert hvað það þýddi að legvatnið væri að leka. Eina sem ég vissi var að legvatnið fer þegar barnið er að fara fæðast og það hræddi mig smá.

Það var tekið annað stokupróf á Landspítalanum sem var líka jákvætt. Læknir skoðaði bæði mig og tvíburana. Okkur öllum heilsaðist vel en það kom í ljós að ekkert vatn var hjá

tvíbura B(Birta Von).



Þurftum að ákveða hvort við vildum stoppa meðgönguna

Við skyldum ekkert hvað það þýddi. Læknirinn úrskýrði málið betur fyrir okkur og þá var ljóst að þetta var mjög slæmt. Okkur var sagt að litlar líkur væru á því að fóstrin myndu lifa af þegar legvatnið er farið svona snemma. Þær eru tvíeggja og voru í sitthvorum belgnum. Tvíburi A(Alda Rós) var ennþá með legvatn hjá sér en ekkert vatn eftir hjá

tvíbura B( Birta Von). Líkurnar á því að þær myndu lifa af meðgönguna voru litlar sem engar sagði læknirinn. Við vorum spurð hvort við vildum halda meðgöngunni áfram og vona það besta eða enda meðgönguna. Við trúðum ekki að þetta væri að gerast. En við ætluðum allan daginn að halda áfram. Þær voru í lagi, ég var í lagi og allt leit vel út. Okkur fannst því ekki ástæða til þess að hætta meðgönguna þá.

Með fulla trú á litlu gullmolunum okkar ákváðum við að halda meðgöngunni áfram.


Ég ætla að stoppa hér. Partur tvö kemur fljótlega.

Takk fyrir að lesa <3

Þar til næst, eigðu frábæran dag!


Lokamoli:

Lag- You´ll be in my heart- Phill Collins

1,038 views0 comments

Recent Posts

See All

Kynning

Post: Blog2_Post
bottom of page