top of page
Search
  • Writer's pictureGuðrún Pálína Karlsdóttir

Meðgangan mín- partur 2

Markmið mitt með því að deila minni meðgöngu er að aðrir sem eru eða hafa lent í svipuðu viti að þau eru ekki ein. Þegar ég var að ganga í gegnum þetta fann ég ekkert um neinn sem hafði lent í svipuðu. Það eru líka margir sem vilja vita hvað gerðist og kannski skilja ekki alveg hvað gerðist hjá mér.


Þurfti að hætta að vinna og taka því rólega

Ég veit ekki alveg hvernig ég á að byrja þetta. En tveimur dögum eftir að við fengum fréttirnar hefði ég átt að fara aftur að vinna eftir sumarfrí. Sem að gerðist ekki, ég lét yfirmanninn minn vita hvað væri í gangi. Hún tók því vel og óskaði okkur alls hins besta, hún hefur verið til staðar allan tímann og ég gæti ekki beðið um betri yfirmann.

Það var mjög skrítið að þurfa núna að taka því rólega og gera voða lítið. Ég mátti lítið gera, ekki  lyfta þungu, ekki gera æfingar, passa hvað ég borðaði, reyna að vera kyrr mest allan daginn, passa hreinlæti og fleira. Ég var aldrei í líkamlegum verkjum  fyrr en alveg í lokin. Svo að það var mjög skrítið að vera nánast rúmliggjandi en líða vel líkamlega.

19.vikur



Legvatn að leka allan sólarhringinn

Fyrstu vikurnar lak legvatn á svona 5-8 daga fresti, í skoðunum sást voðalega lítið vatn hjá tvíbura B(Birta Von). Því lengra sem ég var komin því meira legvatn endurnýjaðist hjá tvíbura B(Birta Von). Það kom nýtt legvatn en það lak út nánast jafn óðum.

Ég var með dömubindi alla daga og fór oft á dag að skipta um bindi, líka á nóttunni svona 1-2 sinnum.

Eftir 18.vikur sirka fór að leka meira og ég þurfti að nota stór bindi á nóttunni, það lak alltaf meira á nóttunni, það safnaðist upp og svo fann ég þrýsting og það lak niður þegar ég stóð upp eða sast á klósettið.

Eftir 20.vikur fór að leka alla daga og nætur. Það kom ennþá í litlum gusum oft yfir sólarhringinn. Þá þurfti ég að fara að skipta um bindi oftar því að það fylltist oftast upp og jafnvel lak út fyrir.

Á nóttunni lak mest. Ég svaf ekki mikið á nóttunni, ég var alltaf að vakna. Best var að sitja upp í sófa. Þar var  ég líka mest alla meðgönguna sérstaklega eftir 24.viku. Þá var ég nánast rúmliggjandi. Ég tók nú ekki mikið af myndum af mér á þessum tíma, nema bumbu myndir hehe.




Markið að ná 24.vikum

Allar skoðanir komu vel út, sem betur fer. Ég fór fyrst aðra hverja viku í skoðun og til ljósmóðir en svo fór ég í hverri viku. Ég fór á Landspítalann í hvert skipti því að HSS veitir ekki þjónustuna sem ég þurfti.  Tvíburarnir komu alltaf vel út úr öllum skoðunum. Stækkuðu vel, allt þroskað eins og það á að vera. Það gerði þetta ástand auðveldara að vita að þeim leið vel. Tvíburi B(Birta Von) náði að halda 1-2cm polli af legvatni hjá sér. Sem er ekki mikið en betra en ekki neitt. Það hjálpaði tvíbura B(Birta Von) að vera fyrir ofan tvíbura A(Alda Rós). Belgurinn hjá tvíbura A(Alda Rós)(sem var fullur af vatni) var eins og vatnsrúm fyrir tvíbura B(Birta Von). Þannig náði tvíburi B(Birta Von) að hreyfa sig.

Við vissum frá því að við fengum fréttirnar að best væri að ná 24.vikur eða meira. Eftir 24.vikur eru 20-35 prósent líkur að barnið lifi af utan móðurkviðs og líkurnar hækka hvern dag og vika sem líður. Þannig að hver dagur skipti öllu máli og hver vika náð var fögnuð.

Þegar við náðum 24.vikum var lífið aðeins léttara. Það hjálpaði okkur að vita að ef þær kæmu út þá væri hægt að hjálpa þeim.


25.vikur



Blóð í legvatninu

Ég þurfti að passa að ég væri ekki að fá hita og fylgjast með hvernig legvatnið liti út. Legvatnið á að vera glært eða ljósgult. Ef liturinn yrði grænn eða rauður þá gæti það verið vegna sýkingu í legi. Ef það kæmi sýking þá yrði það mjög slæmt fyrir mig og tvíburana. Þess vegna fylgdist ég alltaf vel með litnum á legvatniu og hitanum, kvölds og morgna.

Eitt kvöldið þegar að ég var að skipta um bindi sá ég að legvatnið var ljósbleikt. Mér var ekki sama og ákvað að hringja strax á bráðamóttöku kvenna. Við fórum og þetta var skoðað. Þetta var blóð en í litlu magni. Það var tekið blóðprufa og allt var neikvætt sem betur fer. Tvíburarnir voru hressir, sprikluðu á fullu og góður hjartsláttur.Við fengum að fara heim en ég átti að láta vita ef það færi að blæða meira.

Næstu vikur fór að sjást blóð í legvatni í hverri viku en ekki alla daga. Við fórum fram og til baka á kvennadeildina til þess að fylgjast með sýkingarhættu. Við gistum eina og eina nótt í nokkrar vikur en fengum alltaf að fara heim því að ég var ekki veik og það var voru góðar hreyfingat hjá tvíburunum og flottur hjartsláttur.

Þessi tími var eitt af erfiðustu tímunum á meðgöngunni. Að vita ekki hvers vegna það var að blæða og að vera lögð inn og fara heim og svo aftur lögð inn, var mjög erfitt á sálina. Þegar ég var komin sirka 27.vikur vorum við lögð inn aftur og þá var ákveðið að gefa mér tvær stera sprautur til öryggis ef ég skildi fara af stað á næstunni. Það hjálpar þeim að þroskast, sérstaklega lungunum. Lungun eru eitt af því síðasta sem að þroskast á meðgöngunni. Þessar hetjur í bumbunni héldu sér þó fram að 28.viku+3. Þá fór allt af stað.


Síðasta skiptið sem við vorum lögð inn-28.vikur


Líkaminn minn fór í vörn og ég fór af stað

Þetta byrjaði um nóttina 7.nóv. Ég svaf illa, fann mikinn þrýsting í grindinn og var með pirring í öllum líkamanum. Þetta hélt áfram um morguninn og ég byrjaði að finna væga verki. Um hádegi fóru verkirnir að versna, ég hafði ekki fundið verki áður á meðgöngunni svo að ég ákvað að hringja uppá göngudeild. Ég fékk samband við ljósmóðirina mína sem að sagði mér að taka því rólega í klukkutíma og sjá hvort þetta lagist en ef ekki þá ætti ég að drífa mig til þeirra. Frá hádegi til kl 15 versnuðu verkirnir og ég var mjög hrædd. Mér leið ömurlega og grét bara. Ég vissi að eitthvað væri ekki í lagi. Kærasti minn fór úr vinnunni og við brunuðum á Landspítalann. Á leiðinni urðu verkirnir mikið verri. Ég trúði þessu ekki, ég var að fá hríðar. Ég þurfti að anda í gegnum verkina. Þetta var lengsta bílferð ever!!


Síðasta bumbumyndin, tekin sama dag og allt fór af stað- 28.vikur+2



Bráðakeisari

Þegar við mættum voru teknar blóðprufur og skoðað tvíburana og mig. Það var í lagi með tvíburana en það kom í ljós að það var komin sýking í legið. Ég var sem betur fer ekki komin með hita og ekki slöpp svo að læknirinn gaf leyfi að sjá hvort ég gæti átt þær náttúrlega. Ég var sett í rit og fylgast með tvíburunum og mér. Ég var með hríðar í sirka 4 tíma. Þetta var alveg ólýsanlegt hvað þetta voru sársaukafullt, skrítið, spennandi og bara alveg klikkað. Við voru ekki að ná því að þetta væri að gerast. En eftir sirka 4 tíma þá flaug hitinn upp hjá mér, allt í einu var ég með 38,7 stiga hita. Þá var kallað aftur á lækni og ákveðið að núna færi ég í bráðakeisara. Við vorum alveg í sjokki hvað allt var að gerast hratt, við vorum ennþá að átta okkur á því að þær væru að koma út og þær voru að koma NÚNA.



Ég ætla að stoppa hér. Partur þrjú kemur fljótlega.

Takk fyrir að lesa :)

Þar til næst, eigðu frábæran dag!


767 views0 comments

Recent Posts

See All

Kynning

Post: Blog2_Post
bottom of page